18.03.2020

COVID-19

 
Get ég farið til tannlæknis þrátt fyrir samkomubann?
 

Já, eftir 4. maí verður öll heilbrigðisstarfsemi heimil og fólk getur því farið til tannlæknis án takmarkana.

Ef grunur vaknar um mögulegt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til tannlæknis, læknis eða á heilsugæsluna heldur hringja í heilsugæsluna eða nota netspjallið á vefsvæðinu heilsuvera.is, á dagvinnutíma, eða hringja í símanúmerið 1700 (Læknavaktin) sem er opið allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

 
 
Ef heimsókn til tannlæknis getur ekki beðið hafðu samband við tannlækninn þinn símleiðis og hann metur hvort um neyðartilvik sé að ræða og hver næstu skref eru.