Neyðarvakt TFÍ á höfuðborgarsvæðinu

Laugardaginn 16. september og sunnudaginn 17.  september verður opið milli kl. 10 og 12 á tannlæknastofu Róberts Geralds Jónssonar Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Síminn þar er 565-9020. 


Mánudaginn 18
. september til föstudagsins 22. september  verður Róbert Gerald á bakvakt  á stofutíma  - eingöngu þegar um neyðartilfelli er að ræða í sama símanúmeri.

 

Athugið að á vegum Tannlæknafélags Íslands er ekki rekin neyðarvakt um kvöld og nætur og er sjúklingum bent á að snúa sér til slysadeildar sjúkrahúsanna þegar um alvarleg slys er að ræða.

 

Neyðarlínan, sími 112 - Einn Einn Tveir

Þegar slys eða óhapp ber að höndum, hringir þú í Neyðarlínuna í síma 112. Skýrðu á glöggan hátt frá aðstæðum, segðu hvar þú ert og hvers konar hjálpar er óskað. Haltu stillingu þinni og hlustaðu eftir ráðleggingum viðmælanda, sem þegar í stað gerir viðeigandi ráðstafanir þér til hjálpar. 

Til notenda gsm-síma
Hafið hugfast að hægt er að hringja í Neyðarlínuna, jafnvel þótt ekkert símakort sé í símanum.


Beint innval á slysadeild Landspítala: 543 1000 svarar allan sólarhringinn.


Sjúkratryggingar Íslands greiða bætur vegna slysa. Slysatryggingar eru ásamt sjúkratryggingum mikilvægur hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu.

Hvernig er sótt um slysabætur?

Lendi einstaklingur í slysi sem hann telur eiga undir slysatryggingar almannatrygginga þá er fyrsta skrefið að fylla út eyðublaðið „Tilkynning um slys“ (hér til hliðar) og koma því til Sjúkratrygginga Íslands eða umboðsmanna stofnunarinnar um land allt. Gæta þarf að því að umsóknin sé vel út fyllt og að nauðsynleg fylgigögn berist með henni.

Hjá Sjúkratryggingum er umsóknin yfirfarin. Ef þörf er á er kallað eftir frekari upplýsingum/gögnum. Þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist er afstaða tekin til bótaskyldu.

Þegar fallist hefur verið á að um bótaskylt slys samkvæmt almannatryggingalögum sé að ræða er hinn slasaði upplýstur um rétt sinn til greiðslu bóta. Bætur slysatrygginga erusjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur.

Skilyrði fyrir greiðslu slysabóta

Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.

Þannig verður eitthvað óvænt að hafa átt sér stað og skilyrði er að óhappið verði ekki rakið til undirliggjandi sjúkdóms eða meinsemda hjá þeim sem fyrir óhappi verður.

Eitthvað verður að hafa gerst sem veldur tjóni á líkama hins tryggða og áhorfandi getur áttað sig á að hafi gerst.

Meginreglan er sú að verði ekki frávik frá þeirri atburðarás sem búast mátti við og engar óvæntar aðstæður koma upp, er ekki um slys að ræða.

Öll slys ber að tilkynna innan eins árs. Mikilvægt er að tilkynningar séu rétt útfylltar og í frumriti. Eyðublað

Ef tilkynningaskylda er vanrækt skal það ekki vera því til fyrirstöðu að sá slasaði eða vandamenn geti gert kröfu til bóta. Heimilt er að veita undanþágu þótt meira en ár sé liðið ef atvik slyss eru alveg ljós og drátturinn torveldar ekki gagnaöflun um atriði sem skipta máli. Þá er það skilyrði að unnt sé að meta orsakasamband slyssins og heilsutjóns slasaða