Eldra fólk

Tannplantar

 Á síðustu árum hefur komið fram nýjung, sem felst í niðursetningu skrúfu í rótarstæði og ásetningu tannar á skrúfuhausinn. Þetta eru svokallaðir tannplantar. Skrúfan gegnir þá hlutverki tannrótar og er traust undirstaða fyrir nýja tönn. Auk þess sem festing hennar byggist á skrúfun niður í tannstæðið, þar sem rótin sat áður, myndar líkaminn smám saman beinvef sem festir hina nýju rót enn betur á tveimur til þremur mánuðum. Ef bein er ekki nægilegt í fyrirhuguðu plantastæði eru til ýmsar aðferðir til að auka við beinið þannig að nægileg festa náist. Við ísetningu tannplanta þarf ekki að slípa til aðlægar tennur eins og raunin er þegar um smíði brúar er að ræða.
 
 
Þegar hin nýja undirstaða hefur fest sig í sessi er óhætt að festa tannkrónu eða brú. Núorðið er algengast að láta tannplantann (skrúfuna) standa upp úr tannholdinu til að ekki þurfi að beita annarri skurðaðgerð að græðslutíma loknum.
Fyrir fólk sem er í vandræðum með gervitennur, sérstaklega í neðri góm, getur ígræðsla tannplanta leyst margan vanda. Þá er smellum komið fyrir í planta og gervitönnum. Þetta bætir festuna festuna til mikilla muna.