Foreldrar

Mikilvægt að fylgjast með koffínneyslu barna og unglinga

Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líðan fólks og valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu.


Börn, unglingar og barnshafandi konur eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en aðrir. Áhrif koffíns á börn eru meiri en hjá öðrum þar sem taugakerfi þeirra er enn að þroskast. Óæskileg áhrif geta komið fram hjá börnum jafnvel eftir tiltölulega litla neyslu koffíns.

Þegar barnshafandi kona neytir koffíns berst það í gegnum fylgjuna til fóstursins. Fóstrið verður fyfif sömu áhrifum og móðir þess en hjá fóstrinu vara áhrifin lengur. Rannsóknir hafa sýnt neikvæða fylgni millli fæðingarþyngdar og mikillar koffínneystlu móður á meðgöngu. Mikil koffínneysla virðist einnig auka líkur á fósturláti