Tannvernd
Tannvernd
Hvað þarf ég að gera til að halda tönnum mínum hreinum?
Eiga tannbursta, tannkrem og tannþráð og nota kvölds og morgna. Hafðu í huga að tannþráður er mjög mikilvægt hjálpartæki við tannhirðu og án hans myndast tannsteinn sem síðar getur valdið tannholdsbólgum. Rannsóknir sýna að með tannbursta hreinsar þú einungis um 60% af yfirborði tannanna. Með því að nota einnig tannþráð nærð þú að hreinsa allt yfirborðið. Hann kemst að matarleifum sem kunna að liggja rétt undir tannholdi. Þú skalt venja þig á að nota helst tannþráð á hverju kvöldi og alls ekki sjaldnar en þrisvar í viku.
Hvernig tannbursti hentar best?
Í fæstum tilfellum, ef nokkrum, henta tannburstar með hörðum haus (Merktir: Hard). Þeir geta þvert á móti farið illa með tannhold og valdið skaða á tönnum (glerungi, sem er óafturkræfur skaði) ef þeir eru notaðir af krafti. Best er að velja bursta með mjúkum eða extra mjúkum hárum. Veldu bursta sem þér finnst þægilegt að halda á. Ef þú ert ekki viss skaltu ráðfæra þig við tannlækninn þinn eða tannfræðing.
Hvað er fleirhliða tannbursti - er hann betri?
Það er ekki nauðsynlegt að kaupa slíkan bursta ef þér gengur vel að bursta með venjulegum bursta. En fyrir börn og þá sem hafa minni styrk í höndum, gæti þessi bursti verið heppilegur.
Hvað með rafmagnstannbursta?
Mörgum finnst betra að nota rafmagnstannbursta en gæta skal þess að hann er notaður á annan hátt heldur en venjulegur tannbursti. Burstahárin eru lögð á tannflötinn og haldið á sama stað í u.þ.b. 3 sekúndur. Sjálfvirk hreyfing burstans hreinsar tannflötinn en gott er að láta burstann fylgja formi tannarinnar. Tannburstinn er færður sem nemur einni tannbreidd í einu og allir tannfletir burstaðir, utanvert og innanvert auk tyggiflata. Rafmagnstannbursti getur verið sérlega gagnlegur liðagigtarsjúklingum og þeim sem hafa minni styrk í höndum.
Hvernig á ég að bursta tennurnar?
Best er að bursta skipulega og gefa sér góðan tíma – a.m.k. 2 mínútur. Burstahárin eru lögð að tönnum og tannholdi og burstað er með litlum nuddhreyfingum, fram og aftur, utan og innan á tönnunum. Gætið þess að bursta vel ofan í bitfletina. Best er að skola ekki tannkremið af tönnunum, bara skyrpa – þannig virkar flúorinn lengur. Skolið tannburstann eftir notkun og látið þorna. Skipta þarf um tannbursta þegar hárin eru orðin slitin.
Hvernig á ég að bursta tennurnar?
Best er að bursta skipulega og gefa sér góðan tíma – a.m.k. 2 mínútur. Burstahárin eru lögð að tönnum og tannholdi og burstað er með litlum nuddhreyfingum, fram og aftur, utan og innan á tönnunum. Gætið þess að bursta vel ofan í bitfletina. Best er að skola ekki tannkremið af tönnunum, bara skyrpa – þannig virkar flúorinn lengur. Skolið tannburstann eftir notkun og látið þorna. Skipta þarf um tannbursta þegar hárin eru orðin slitin.
Burstaðu tennur þínar að jafnaði tvisvar á dag - kvölds og morgna. Vandaðu þig við verkið, taktu þér tíma.Óráðlegt er að bursta strax að lokinni drykkju ávaxtasafa því rannsóknir sýna að þá er glerungurinn viðkvæmastur og hætta á skemmdum mikil.
Tannkrem og munnskol
Hvernig tannkrem er best að nota?
Öll fjölskyldan getur notað sama tannkremið, með mildu bragði og ráðlögðum flúorstyrk (1000ppm-1500ppm, eða 0,1%-0,15%, sjá innihaldslýsingu á umbúðum). Barnatannkrem með minni flúorstyrk ætti ekki að nota. Flúor herðir glerung tannanna og er því mikilvæg vörn gegn tannskemmdum.
Ráðlagt magn af flúortannkremi samsvarar:
¼ af nögl litlafingurs barns, yngri en 3 ára
nöglinni á litlafingri barns, 3 til 6 ára
1 cm fyrir 6 ára börn og eldri
Munnskol
Vantar upplýsingar hér
Myndbönd til um tannhirðu:
1. Flúor
2. Glerungseyðing
3. Neysluvenjur
4. Tannburstun
5. Tannholdsbólgur
6. Tannskemmdir
7. Tannþráður
8. Tennur – gerð og lögun
9. Tannhirða og tannvernd fatlaðra