Tann- og munngervalækningar

Erna Rún Einarsdóttir

Garðatorgi 7, Garðabæ
Sími: 565-9080
Hjólastólaaðgengi: Já
 
Heimasíða: tönn.is   

Erna Rún er tannlæknir á Tannlæknastofunni Garðatorgi, með tann-og munngervasmíði sem undirsérgrein. Heildstæð meðferð er höfð að leiðarljósi og helsta markmiðið er að uppfylla óskir þeirra er til hennar leita. Tanngervi getur verið allt frá skelkrónu yfir í gervigóma og hefur þann tilgang að bæta líðan, útlit og tyggigetu. Tann-og munngervasérfræðingur sinnir öllum þeim sem til þeirra leita, en gjarnan er fólki líka vísað frá almennum tannlæknum vegna vandamála þar sem þörf er á sérfræðiþekkingu.
 
Erna Rún útskrifaðist sem tannlæknir frá Háskóla Íslands árið 2007. Erna lauk rannsóknartengdu mastersnámi frá HÍ árið 2012 og sama ár hóf hún klínískt sérnám í tann-og munngervalækningum við University of Rochester, í New York fylki í Bandaríkjunum. Að því loknu, árið 2015, tók við eins árs þjálfun í skurðaðgerðum tengdum tannplöntum. Erna stundar reglulega endurmenntun og sinnir rannsóknum og kennslu meðfram starfi sínu á stofunni. Frá árinu 2017 hefur Erna gegnt stöðu lektors við Tannlæknadeild HÍ.