Barnatannlækningar
Eva Guðrún Sveinsdóttir
Eva Guðrún Sveinsdóttir tannlæknir. Cand.Odont.
Eva lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2003 og hóf strax tannlæknanám við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún með Cand.Odont gráðu árið 2009. Árin 2009-2012 vann Eva sem tannlæknir á Tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar í Vestmannaeyjum og á Tannlæknastofunni í Glæsibæ. Árið 2012 fluttist Eva til Noregs og hóf 3ja ára sérfræðinám við barnatannlækningar við Háskólann í Osló.
Eva hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands. Hún var varamaður í stjórn árin 2009-2011 og situr nú í ársþings- og endurmenntunarnefnd félagsins. Eva er sömuleiðis meðlimur í norska barnatannlæknafélaginu.