Munn- og kjálkaskurðlækningar
Guðmundur Á. Björnsson
Guðmundur Ásgeir er stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1982. Útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 1988. Lauk sérfræðinámi í munn &-kjálkaskurðlækningum frá Háskólanum Í Osló 1994. Dr. odontologie frá sama skóla 2004. Starfað við sérgreinina í Oslo, Árósum, Drammen og Tönsberg. Rekið stofu við sérgreinina Í Reykjavík frá 1994. Lektor við HÍ 2007-2011. Sérfræðingur við Landspítalann frá árinu 1998. Guðmundur Ásgeir er meðlimur í norskum, norrænu og alþjóðlegum samtökum kjálkaskurðlækna og er virkur þáttakandi í endurmenntun félaganna.