Öldrunartannlækningar, Samfélagstannlækningar

Helga Ágústsdóttir

Tannlæknastofan Landakoti, 4.hæð v/Túngötu, Reykjavík
Sími:
Hjólastólaaðgengi: Já
Helga Ágústsdóttir tannlæknir, MS, MPH, PhD

Sérgreinar: Öldrunartannlækningar og samfélagstannlækningar

 

Helga Ágústsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1985 og útskrifaðist sem tannlæknir frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1991. Næstu 9 árin stundaði hún framhaldsnám í Bandaríkjunum, fyrst í sjúkrahústannlækningum við University of Connecticut og John Dempsey Hospital árin 1991-1993, svo sérfræðinám í öldrunartannlækningum við University of North Carolina í Chapel Hill sem hún lauk árið 1996. Að auki lauk Helga mastersnámi í lýðheilsufræðum og doktorsprófi í faraldsfræði við sama háskóla. Árið 2000 sneri hún heim og hóf störf á tannlæknastofunni á Landakoti.

Helga sinnir sérgrein sinni öldrunartannlækningum á tannlæknastofunni Landakoti á miðvikudögum og fimmtudögum. Síminn þar er 543-9832