Tannréttingar
Kristín Heimisdóttir
Kristín lauk kandídatsprófi í tannlækningum frá tannlæknadeild HÍ árið 1995 og öðlaðist sama ár tannlækningaleyfi. Lauk sérnámi í tannréttingum frá tannlæknadeild háskólans í Bern, Sviss árið 2003 og starfaði sem aðstoðarprófessor við þá deild til ársins 2006. Tók sumarnámskeið við University of Washington, Seattle, “Summer Institute for Dental Research” sumarið 2006. Frá árinu 2006 hefur Kristín starfað að tannréttingum á eigin stofu í Valhöll. Stofan sinnir tannréttingum einstaklinga á öllum aldri.
Kristín hefur tekið virkan þátt í störfum Tannlæknafélagsins, en hún hefur verið formaður Tannréttingafélags Íslands frá 2006 og formaður Tannlæknafélags Íslands frá 2012.