Unglingar

Glerungseyðing tanna

Hver eru áhrif sýrueyðingar?
Hin síðari ár hefur í vaxandi mæli orðið vart við eyðingu glerungs af yfirborði tanna. Hún orsakast af sýru sem situr við yfirborð tannanna og leysir upp glerunginn. Sýran kemst í munninn eftir mörgum leiðum og er fyllsta ástæða fyrir alla að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem því valda.