Unglingar

Íþróttaskinnur

 
Allir sem stunda íþróttir þar sem hætta er á áverkum ættu að nota íþróttaskinnur til að vernda tennurnar frá skaða. Hægt er að fá tilbúnar skinnur í íþróttaverslunum. Þær eru hitaðar í vatni og mótaðar á tennurnar. Þær eru ódýrar en hafa talsverðan ókost. Þær geta verið það fyrirferðamiklar að þær hindri eðilega öndun og trufli tal. Þar sem þær passa yfirleitt illa geta þær valdið óþægindum sem aftur leiðir til lítillar notkunar.
Besta ráðið er að láta sérsmíða skinnu sem passar nákvæmlega yfir tennur viðkomandi notanda. Slík skinna truflar lítið tal og öndun og er nægjanlega sterk til að veita tönnunum vörn frá áverkum. Tannlæknar sérsmíða slíkar skinnur með því að taka mót af tönnunum. Sérsmíðaðar skinnur eru dýrari en staðlaðar en þær geta komið að umtalsvert meiri notkun og borgað sig margfalt með því að koma í veg fyrir tannskaða