06.02.2013

Hver hefur áhuga á að kyssa einhvern sem baggar?

 
Því miður höfum við fáar rannsóknir til að styðjast við þegar kemur skaðsemi munntóbaks, en við vitum að í munntóbaki eru tæplega þrjátíu mismunandi krabbameinsvaldandi efni. Fyrir utan þau augljósu áhrif munntóbaks á tennur varðandi lit og hreinlæti, hefur munntóbak ertandi og skaðleg áhrif á tannhold. Töluvert er til af sjúklingatilfellum sem sýna krabbamein í munnslímhúð þar sem munntóbak hefur verið notað. Munntóbak er mjög ávanabindandi - og eru menn orðnir háðir eftir einungis stutta notkun. Ein ástæða þess er að nikótínmagnið í munntóbaki er margfalt hærra en í sígarettum. Því verður að svara spurningunni hvort munntóbak sé slæmt fyrir tennurnar þannig, að munntóbak er mjög slæmt fyrir tannhold og slímhúð í munni, eins og reykingar. Og hver hefur svo áhuga á að kyssa einhvern sem baggar?
Kær kveðja, Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Sjá frétt