Elfa Guðmundsdóttir

Salavegur 2, Kópavogur
Sími: 564-6250
Hjólastólaaðgengi: Já
 
Veitum alla almenna tannlæknaþjónustu fyrir börn og fullorðna.
Sjá nánar á heimasíðu okkar www.tannlaeknir.is
 
 
 
Elfa er fædd og uppalin á Húsavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og kandídatsprófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1994, sama ár og hún fékk tannlæknaleyfi. Elfa hefur rekið eigin tannlæknastofu að Hlíðarsmára 14 í Kópavogi síðan 1999 og Salavegi 2 frá 2020.
Árið 2006 fór Elfa mastersnám í munn- og kjálkaskurðlækningum við tannlæknadeild University of Alabama at Birmingham, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2009. Elfa hefur verið mjög dugleg að sækja námskeið og fyrirlestra, bæði heima og erlendis. Hún hefur tekið virkan þátt í störfum Tannlæknafélagsins og sat í stjórn félagsins á árunum 2000 til 2002 og aftur 2009 til 2011.