Margrét Hjaltadóttir
https://www.instagram.com/tannir_tannlaeknastofa/
https://www.facebook.com/profile.php?id=100088792843415
Margrét Hjaltadóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1987. Hún lauk kandídatsprófi í tannlækningum frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 1995 og öðlaðist starfsleyfi sama ár. Eftir útskrift starfaði hún á Hornafirði hjá Héðni Sigurðssyni tannlækni til 1998 þegar hún opnaði sína eigin stofu í Hlíðasmára 14 í Kópavogi.
Margrét sinnir öllum almennum tannlækningum, tannhvíttun, meðferð með glærum tannréttingaskinnum og sinnir öðru sem snýr að heilbrigði munnhols hjá fólki á öllum aldri.
Margrét stundar virka endurmenntun og sækir námskeið bæði hér og erlendis til að uppfylla „VEIT“ símenntunarkröfur Tannlæknafélags Íslands.
Margrét hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og sat t.d. í stjórn félagsins frá 2003-2005.