Hrafnhildur Eik Skúladóttir
Veffang stofu: www.skinanditennur.is
Hrafnhildur Eik útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2011 og hóf störf á barnatannlæknastofu. Hún hefur stundað almennar tannlækningar frá útskrift en hennar stærsti kúnnahópur hefur verið börn. Hún hefur mikla reynslu af notkun glaðlofts og notar það mikið í sínu starfi bæði fyrir börn og fullorðna sem þess þurfa. Hrafnhildur Eik hefur stundað virka endurmenntun frá útskrift.