Fullorðnir
Andremma og munnþurrkur
Andremma á oft rætur sínar að rekja til ástands í munni. Minnkað munnvatnsflæði er mikilvægasta orsökin. Tannholdsbólgur og tannvegssjúkdómar geta einnig valdið andremmu. Mikilvægt er að leita til tannlæknis og fá úr því skorið hvort ástæðan sé í munnholinu. Góð munnhirða og sykurlaust tyggigúmmí geta einnig hjálpað til
En fyrir munnþurrki geta verið margar ástæður. Mörg lyf hafa áhrif á munnvatnskirtlana, þ.a. munnvatnsflæðið minnki. Dæmi um slík lyf eru þunglyndislyf, ofnæmislyf og þvagræsilyf. Ákveðnir sjúkdómar s.s. lifrarsjúkdómar, hormóna- og efnaskiptasjúkdómar o.fl. geta einnig haft áhrif þannig að munnvatnsflæði minnki. Hár hiti, vannæring og fasta geta einnig valdið munnþurrki. Geislameðferð á höfði og hálsi getur valdið munnþurrki, svo og áverkar eða sjúkdómar í munnvatnskirtlunum sjálfum.