Fullorðnir
Reglulegar heimsóknir til tannlæknis
Þú tekur ábyrgð á tönnum þínum. Það getur enginn gert fyrir þig. Þú sérð um hina daglegu hreinsun og það skiptir höfuðmáli. Þó geta alltaf komið upp sjúkdómar og annað sem krefst faglegrar meðhöndlunar. Það er ekki auðvelt að dæma sjálfur um tannheilsu sína og því er reglulegt eftirlit hjá tannlækni nauðsynlegt. Það er ekki hægt að gefa neina reglu um hversu oft þú skalt leita til tannlæknis; það verður hver að ákveða sjálfur Hitt er annað mál að oft er sagt að tennur séu spegill mannsins. Það er nokkuð til í því!
Er alltaf nauðsynlegt að koma tvisvar á ári í eftirlit?
Nei, ekki fyrir alla. Þeir sem mynda lítinn sem engan tannstein, hafa engar tannholdsbólgur og fáar eða engar skemmdar og viðgerðar tennur ættu ekki að þurfa að fara nema einu sinni á ári. Börn geta þurft að fara oftar þar sem fylgjast þarf með biti, flúorlakka o.fl. Eldra fólk þarf einnig að fara oftar þar sem mörg tannheilsuvandamál skjóta upp kollinum á efri árum. Eins og áður hefur verið nefnt er það mjög einstaklingsbundið hve oft hver einstaklingur þarf að fara. Skynsamlegast er að hver og einn vegi það og meti í samráði við tannlækni sinn.
Hvaða tilgangi þjóna röntgenmyndir?
Röntgenmyndir eru teknar til að skoða hvort tannskemmdir hafi myndast milli tannanna og undir tannholdi og hvernig kjálkabeinið og annar stoðvefur tanna lítur út. Einnig sýna röntgenmyndir okkur nauðsynlega hluti í sambandi við rótfyllingar, tannáverka og fleira. Röntgenmyndir eru ómetanlegt hjálpartæki fyrir tannlækninn, til að sjá það sem annars sæist ekki fyrr en löngu síðar. Með hjálp röntgenmynda er hægt að sjá byrjunarstig tannskemmda, eyðingu beins og margt fleira. Geislun af völdum röntgengeislanna er hverfandi og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Að mati tannlækna getur fullnægjandi athugun á tannheilsu ekki farið fram án töku röntgenmynda.
Er alltaf nauðsynlegt að koma tvisvar á ári í eftirlit?
Nei, ekki fyrir alla. Þeir sem mynda lítinn sem engan tannstein, hafa engar tannholdsbólgur og fáar eða engar skemmdar og viðgerðar tennur ættu ekki að þurfa að fara nema einu sinni á ári. Börn geta þurft að fara oftar þar sem fylgjast þarf með biti, flúorlakka o.fl. Eldra fólk þarf einnig að fara oftar þar sem mörg tannheilsuvandamál skjóta upp kollinum á efri árum. Eins og áður hefur verið nefnt er það mjög einstaklingsbundið hve oft hver einstaklingur þarf að fara. Skynsamlegast er að hver og einn vegi það og meti í samráði við tannlækni sinn.
Hvaða tilgangi þjóna röntgenmyndir?
Röntgenmyndir eru teknar til að skoða hvort tannskemmdir hafi myndast milli tannanna og undir tannholdi og hvernig kjálkabeinið og annar stoðvefur tanna lítur út. Einnig sýna röntgenmyndir okkur nauðsynlega hluti í sambandi við rótfyllingar, tannáverka og fleira. Röntgenmyndir eru ómetanlegt hjálpartæki fyrir tannlækninn, til að sjá það sem annars sæist ekki fyrr en löngu síðar. Með hjálp röntgenmynda er hægt að sjá byrjunarstig tannskemmda, eyðingu beins og margt fleira. Geislun af völdum röntgengeislanna er hverfandi og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Að mati tannlækna getur fullnægjandi athugun á tannheilsu ekki farið fram án töku röntgenmynda.