Fullorðnir

Tannpartar

Þar sem hluti líkamstanna hefur glatast er vandinn oft leystur með svonefndum tannparti sem tekur út úr sér reglulega og hreinsar. Oft má nýta líkamstennur til stuðnings tannparti. Þannig má komast hjá því að seta upp gervitennur sem hvorki vinna né sitja eins vel og tannpartur. Árangur er ekki síður undir einstaklingnum sjálfum kominn en þekkingu og leikni tannlæknisins og mikilvægt er að mæta vandanum með jákvæðu hugarfari.
 
Tímabundin vandamál
Hve fyrirferðarlítill sem tannpartur er, gæti hann í fyrstu virst hið gagnstæða. Tilfinning þessi hverfur þó brátt en krefst óneitanlega dálítillar þolinmæði. Losni parturinn eða hreyfist við tyggingu og tal bendir það oft til þess að viðkomandi eigi ólært að halda honum í skefjum með kinnum og tungu. Vandamál þetta er algengara í neðra gómi.
 
Tygging
Í byrjun getur verið vandkvæðum bundið að neyta matar með tannpörtum. Meðan þetta lærist ætti að velja auðtuggna fæðu, hafa bita smáa og tyggja hægt, forðast ber límkennda, seiga og mjög harða fæðu.
 
Tal
Nýir tannpartar geta torveldað framburð vissra hljóða. Oftast sigrast menn fljótt á þeim vanda. Gott ráð er að lesa upphátt og leggja áherslu á þau hljóð sem reynast erfiðust.
 
Lagfæring
Sárni tennur eða gómur undan tannparti ber að leita tannlæknis. Varast ber að eiga við króka eða söðla þar eð slíkt gæti skaðað stoðtennur og eða undirlag. Tapist stoðtennur er oftast nauðsynlegt að endursmíða tannpartinn, ef það er þá hægt. Rýrnun á undirlagi getur krafist fóðrunar á tannpartinum. Fylgja ber leiðbeiningum tannlæknis hvernig best er að setja partinn í munninn og taka hann úr.
 
Hreinsun líkamstanna
Mikilvægt er að halda likamstönnum hreinum svo og slímhúð hreinni og heilbrigðri. Ella geta tannskemmdir og tannholdssjúkdómar eyðilagt þær tennur sem bera tannpartinn og gert hann þar með ónothæfan. Á líkamstennur sest tannsýkla (bakteríu- og matarleifaskánir) sem veldur tannskemmdum og tannholdsbólgum. Tannsýkla sest líka á tannparta, einkum innri fleti þeirra og þá fleti sem snerta líkamstennur og munnslímhúð. Tannsýkla getur einnig valdið óbragði og andremmu. Af ofangreindum ástæðum er einnig nauðsynlegt að halda tannpartinum hreinum ekki síður en líkamstönnum. Krókum tannparta er oft ranglega kennt um tannskemmdir en fái tannsýkla að safnast fyrir undir þeim, veldur hún tannskemmdum. Með öðrum orðum: sé hreinsað vandlega og reglulega er hættan á tannskemmdum mun minni. Því ber að hreinsa líkamstennur og munnslímhúð vandlega ekki sjaldnar en tvisvar á dag.
 
Hvernig á að hreinsa?
Fyrst og fremst með burstun, þó ekki með of stinnum bursta. Við burstun má nota sérstök hreinsiefni eða venjulega handsápu sem er einna best. Mjög heitt eða sjóðandi vatn má ekki nota við hreinsun tannparta því þá verpist plastið. Tannpartar eru brothættir og ekki er unnt að gera við þá ef þeir bogna. Því er heillaráð að bursta þá í vaski hálffylltum af vatni og halda þeim rétt yfir vatnsborðinu. Burstunin þarf að vera rækileg. Vanda ber sérstaklega til hreinsunar á innra borði tannpartsins og þeim flötum sem snerta líkamstennurnar. Gæta ber varúðar við burstun króka sem gætu bognað. Burstið einnig með mjúkum tannbursta slímhúð góma og tungu.
 
Hreinsiefni
Í Iyfjabúðum fast hreinsiefni fyrir gervitennur, venjulega sem duft eða töflur. Þau efni sem innihalda klór eru of sterk, geta meðal annars valdið upplitun á gómefninu. Þá rnega upplausnar- og hreinsiefni svo sem spritt, aceton, eter, brintyfirilti og kloroform hvergi koma nærri tannpötum, þau eyðileggja yfirborð þeirra. Þynnt borðedik (þ.e. ein matskeið í glas af vatni) má nota til þess að leysa tannstein sem stundum sest á tannparta. Þetta skal þó ekki framkvæma oftar en mánaðarlega. Áhöld úr málmi má ekki nota við hreinsun tannparta, þau rispa plastið og geta aflagað málmhluta þess.
 
Eftirlit
Ógerlegt er að setja reglur um það hvenær breyta þarf tannpörtum til aðlögunar breyttu ástandi munnsins eða hvenær endursmíði er nauðsynleg. Rýrnun gómhryggja og ástand eftirstandandi tanna er afar mismunandi. Sumir geta notað sömu tannparta árum saman án þess að nokkrar verulegar breytingar eigi sér stað. Hjá öðrum er lagfæring eða endurnýjun nauðsynleg eftir skamman tíma. Gætið að því að breytingar í munni geta átt sér stað án þess að viðkomandi taki eftir og þó verið það miklar að lagæringa eða endurnýjunar sé þörf. Reglubundið eftirlit að mati tannlæknis er því nauðsynlegt.